Takk fyrir að bryðja upp á þessa umræðu 
Færum okkur hægt í þessu og notum tækifærið til góða umræðu.
Ég mundi halda að aðalatriðið hér sé að miða við venjuleg reiðhjól . (Bicycle), frekar en að láta þarfir breiðara reiðhjóla (Tricycle etc) loka á mjórri hjólum í rötun.
Hinsvegar ættum við að skoða leiðir til að bæta rötun með rötunaralgrímum fyrir breiðari reiðhjól eða aftanívagna.
Í stuttu máli, þá er ég ósammála tillögunni og sting upp á aðrar leiðir hér að neðan.
== Tillaga ===
Merkjum frekar inn hindranir, og svo geta rötunarvélar og annað tekið mið af “landslaginu”.
Við getum merkt punkt á stígnum með barrier=cycle_barrier og smá kafla (eða punkt ?) með width=1 eða álíka (width=1.2 fyrir 120 cm breida leið)
Sjá https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:barrier%3Dcycle_barrier
(ATHS upphaflega stakk ég upp á bollard=yes, en barrier=cycle_barrier er (oftast) réttara.)
== Þýðing þess að hafa bicycle=yes ==
Þegar merkt er með bicycle=yes þýðir það að leyfilegt sé að hjóla þar, þannig sem ég les OSM wiki.
Aðrar valkostir eru :
=desginated ef þarna er skilti eða merking sem segir að sttígurinn / brautinnn er ætluð til hjólareiða
=permissive fólk á hjólo aðeins meiri gestir en miðað er við fyrir bicycle=yes. Getur verið upp á náð landeigenda sem dæmi?
=no bannað að hjóla þó að highway-typan (highway=path eða highway=residential sem dæmi) bendi til annars.
“” ekkert bicycle-tag, en þá er highway typan oft talin vera með sjálfgefin gildi sýnist mér
== Hliðstætt dæmi ==
Til er annað dæmi um stað þar sem má hjóla, en aðganbg er torvelduð eitthvað með hindrun, aðallega ætluð að loka á bílaumferð:
https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Bicycle#Pedestrian_streets
highway=footway + bicycle=yes + barrier=bollard
Kannski mætti bæta við
barrier=cycle_barrier
eða álika þar sem hindranir fyrir breiðum hjólum / kerrum eru og hafa einnig width=1 (1m) eða álíka á þessum kafla stígs ?
Úr osmw : width=* Purpose: Indicate a wide single lane road or a squeeze point
Annars var sett viðmið fyrir merkingu blandaðra stíga o.fl. á Íslandi fyrir nokkrum árum, hér.
Þessi síða þarf að skoða og uppfæra, sýnist mér 
https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
== Rötunarvélar sem eru stillanlegir / glíma við svipaðan vanda==
-
Brouter.de býður upp á samsettum “prófílum” fyrir rötunaralgrímuna. Ferðamannarötun (trekking),sama en án tröppur, Fastbike, göngurötun (getur stundum nýst ef töggun er ábótavant) ) Bílarötun (til samanburðar) etc.
-
Kannski er innblástur að sækja hér : wiki.openstreetmap.org/wiki/Wheelchair_routing
bestu kveðjur og afsakið ef þetta varð pínu langt og “afdráttarlaust”